Ferill 720. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 1079  —  720. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um sjúkraflutninga.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hver hefur verið meðalbiðtími eftir sjúkrabíl, sundurliðað eftir póstnúmeri og ári frá árinu 2010 til ársins í ár?
     2.      Hver hefur verið lengsti biðtími eftir sjúkrabíl, sundurliðað eftir póstnúmeri og ári frá árinu 2010 til ársins í ár?
     3.      Hversu margar sjúkraflutningaáhafnir hafa verið á vakt, sundurliðað eftir slökkvistöð, vakt og ári frá árinu 2010 til ársins í ár?


Skriflegt svar óskast.